Leturstćrđir
Leita
18. apríl 2009

Kynjakennitölur á heimsvísu

Ráđgjafateymi frá Háskólanum á Bifröst hefur undanfarna mánuđi unniđ ađ gerđ mćlikvarđa á jafnfrétti og tekiđ ţátt í samráđs- og vinnufundum víđs vegar um heim. Í marsmánuđi voru haldnir tveir slíkir fundir annars vegar í Sao Paulo í Brasilíu og hins vegar í Dehli á Indlandi.

 

 
 

 

Ingibjörg Ţorsteinsdóttir, dósent í lagadeild, tók ţátt í fundinum í Brasilíu. Ţar hittist fjöldi ađila frá fyrirtćkjum, samtökum og opinberum fyrirtćkjum, sem hafa áhuga á ađ auka vćgi jafnréttismála í stjórnun fyrirtćkja og búa til mćlikvarđa til ađ fylgjast međ og meta árangurinn.


Međ vorinu mun árangur af starfi vetrarins koma í ljós, ţar sem ráđgert er ađ skýrsla ráđgjafarhópsins verđi tilbúin í júní. Efni hennar verđur lagt til grundvallar viđ gerđ leiđbeininga fyrir fyrirtćki sem vilja birta skýrslur um stöđu jafnréttis. Hingađ til hefur ekki tekist ađ búa til leiđbeiningar og setja fram mćlikvarđa á sviđi kynjajafnréttis, sem ćtlađ er ađ gagnast öllum fyrirtćkjum óháđ ţví hvar ţau eru starfrćkt í heiminum og án tillits til stćrđar eđa gerđar. Ţví er til nokkurs unniđ ef vel tekst til. Markmiđ  funda međ fulltrúum atvinnulífsins er ađ afla upplýsinga frá fyrstu hendi um stöđu jafnréttismála innan viđkomandi fyrirtćkja og stofnana og afla gagna um ţađ hvernig mćlikvarđar og leiđbeiningar um skýrslugerđ geti sem best gagnast viđkomandi ađilum til ađ ţokast nćr jafnri stöđu kynjanna. Nćsti fundur verđur í lok apríl í Washington.


Rannsóknarteymi frá Háskólanum á Bifröst var fengiđ til ráđgjafar viđ vinnslu ţessa verkefnis en ţađ er unniđ ađ frumkvćđi og á ábyrgđ Alţjóđalánastofnunarinnar (IFC) í samstarfi viđ Global Reporting Initiative (GRI).  Stjórnandi verkefnisins er Elín Blöndal, prófessor og Birgir Óli Sigmundsson starfar einnig í teyminu ásamt Ragnheiđi Morgan, meistaranema viđ lagadeild.

 

Meistaranemarnir Kári Gunndórsson og Pálmi Rögnvaldsson hafa einnig veitt ađstođ viđ einstaka ţćtti verkefnisins.


Til baka


yfirlit frétta

Háskólinn á Bifröst | 311 Borgarnes | Sími: 433 3000 | Fax: 433 3001 | bifrost@bifrost.is