Leturstćrđir
Leita
21. október 2010

Vel heppnađur vinnuréttardagur

 

Fimmti vinnuréttardagur Háskólans á Bifröst var haldinn ţann 14. október sl. Í ár var umfjöllunarefniđ Stéttarfélög – hlutverk og áskoranir. Flutt voru fjögur erindi auk ţess sem fyrirlesarar svöruđu fyrirspurnum fundargesta og spunnust áhugaverđar umrćđur í lokin.

 

 

  • Ásmundur Stefánsson, hagfrćđingur, fjallađi um kjarasamninga og ţjóđarsátt. Lýsti hann ađdraganda ţjóđarsáttarinnar áriđ 1990, markmiđum hennar og efni. Hann kvađ mikla ţörf fyrir nýja ţjóđarsátt og benti á ýmis atriđi sem draga má lćrdóm af frá ţjóđarsáttinni 1990. Ţannig ţurfi ađ vera samstađa um trúverđuga ađgerđaráćtlun, allir helstu ađilar í efnahags- og atvinnulífi verđi ađ vinna saman og ţeir ţurfi allir ađ vera samtaka um eftirfylgnina. Hann benti einnig á ađ traust á milli manna sé forsenda ţess ađ árangur náist og haldist, en traust kalli á lítilláta forystu. Glćrur fyrirlestrarins er ađ finna hér (pdf skjalasniđ).

 

  • Elín Blöndal, prófessor viđ lagadeild Háskólans á Bifröst, fjallađi um stéttarfélög og reglur EES á sviđi vinnuréttar. Fram kom í erindi hennar ađ ţessar reglur hafa haft talsverđ áhrif fyrir starfsemi stéttarfélaganna og ađ stéttarfélögin/ađildarsamtök ţeirra hafa mikil tćkifćri til ađ hafa áhrif á efni ţeirra bćđi í löggjafarferlinu innan Evrópusambandsins, sem og viđ innleiđingu ţeirra hér á landi. Hins vegar vekur athygli í hve litlum mćli EES-reglur hafa veriđ innleiddar međ kjarasamningum, ţrátt fyrir kjarasamningshefđ. Glćrur fyrirlestrarins er ađ finna hér (pdf skjalasniđ).

 

  • Erna Guđmundsdóttir, lögmađur Kennarasambands Íslands og BHM fjallađi um starf stéttarfélaga á krepputímum. Hún áréttađi mikilvćgi stéttarfélaga á krepputímum og lýsti ţví ađ hér á landi hefur veriđ mikiđ um uppsagnir, starfshlutfall starfsmanna sums stađar veriđ fćrt niđur, yfirvinnubann veriđ sett á eđa fastri yfirvinnu sagt upp o.fl. – af ţessu leiđi m.a. ađ álag á starfsmenn hafi aukist um leiđ og heildartekjur félagsmanna hafi lćkkađ eđa stađiđ í stađ. Nú í dag snúist verkefni stéttarfélaganna m.a. um ađ verja áunnin og samningsbundin réttindi, sem og samfélagsleg réttindi, s.s. fćđingarorlof. Glćrur fyrirlestrarins er ađ finna hér (pdf skjalasniđ).

 

  • Magnús Norđdahl, deildarstjóri lögfrćđideildar ASÍ, fjallađi um skipulag ASÍ, breytingar og áskoranir. Hann lýsti breytingum sem orđiđ hafa á skipulagi ASÍ en á árunum 1996-2008 hefđi félagsmönnum fjölgađ úr 58.325 í 101.383 á međan ađildarfélögunum hefđi fćkkađ og ţau eflst. Á međan góđćriđ varđi hafi ASÍ stuđlađ ađ eflingu atvinnuleysisbótakerfisins, auk eflingar frćđslu- og endurmenntunarúrrćđa og endurhćfingar launafólks. Verkefnin framundan vćru m.a. endurnýjun kjarasamninga og ţćr fjölmörgu áskoranir sem leiddu af kreppunni, s.s. atvinnuleysi, greiđsluvandi heimilanna, húsnćđismál o.fl. Glćrur fyrirlestrarins er ađ finna hér (pdf skjalasniđ).

 

Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála viđ Háskólann á Bifröst stóđ ađ ráđstefnunni í samstarfi viđ lagadeild.

 


Til baka


yfirlit frétta

Háskólinn á Bifröst | 311 Borgarnes | Sími: 433 3000 | Fax: 433 3001 | bifrost@bifrost.is