Leturstćrđir
Leita

 

 

Vel heppnađ málţing um um markađslaun og launajafnrétti

 

Rannsóknarsetur vinnuréttar- og jafnréttismála viđ Háskólann á Bifröst (ţá Viđskiptaháskólann á Bifröst), hélt í samvinnu viđ lagadeild skólans málţing um markađslaun og launajafnrétti sl. föstudag, 25. ágúst 2006. Málţingiđ fór fram á ensku.

 

Ađstandendum ţótti málţingiđ ganga ađ óskum og mjög áhugaverđ erindi voru flutt. Elín Blöndal, forstöđumađur Rannsóknasetursins setti málţingiđ og bauđ sérstaklega velkomna sćnska og danska sérfrćđinga sem voru viđstaddir og tóku ţátt í málţinginu.

 

Margrét María Sigurđardóttir, framkvćmdastjóri Jafnréttisstofu, rćddi um jafnrétti á Íslandi, Equal pay in Iceland, figures, facts and thoughts, og í framhaldi af ţví rćddi dr. jur. Per Norberg, stundakennari viđ Háskólann í  Lundi um hugtakiđ markađsöfl í sćnskri jafnréttislöggjöf, The concept of market forces in Swedish sex equality law.  

 

Eftir kaffihlé ţar sem notiđ var veđurblíđunnar í Norđuárdalnum rćddi Ása Ólafsdóttir, hrl., um hérlenda dómaframkvćmd og álit kćrunefndar jafnréttismála, The Icelandic perspective og ađ lokum rćddi Dr. Jenne Säve-Söderbergh, sem stundar rannsóknir í hagfrćđi viđ Stokkhólmsháskóla, um ađ hvađa marki markađurinn geti skýrt launamun út frá sjónarhorni hagfrćđinnar, To what extent can the market explain wage differences? An economics perspective.

 

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráđuneytisstjóri í félagsmálaráđuneytinu, stýrđi málţinginu og umrćđum sem fóru fram ađ fyrirlestrum loknum. Sérstaka athygli vakti ađ stór hluti ráđstefnugesta voru karlmenn eđa um 35-40%. Tók fundarstjóri fram ađ líklega hefđi aldrei slíkur fjöldi karlmanna mćtt á málţing um launajafnrétti hér á landi.

Háskólinn á Bifröst | 311 Borgarnes | Sími: 433 3000 | Fax: 433 3001 | bifrost@bifrost.is